Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í Crossfit, er með hæstu launin af íþróttamönnum og þjálfurum samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Var hún með 2,417 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra.
Í öðru sæti listans er knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson, en hann er með 1,166 milljónir króna. Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR er með 1,104 milljónir króna og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu er með 997 þúsund krónur í laun á mánuði.
Gunnar Nelson með 45 þúsund á mánuði
Aftur á móti er bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson einungis með 45 þúsund krónur á mánuði, Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona í Gerplu er með 44 þúsund krónur á mánuði og handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson rekur lestina með 42 þúsund krónur á mánuði.
Hallgrímur Helgason tekjuhæstu listamaðurinn
Ásmundur tekjuhærri en Ólafur Ragnar