Eitt SMS getur valdið banaslysi

Þórey og Þórir saman á jólunum árið 1990 tæplega þriggja …
Þórey og Þórir saman á jólunum árið 1990 tæplega þriggja ára gömul. mbl.is

Þórir Guðmundsson missti tvíburasystur sína, Þóreyju, í bílslysi á Hnífsdalsvegi fyrir sjö árum þegar hún var að keyra til vinnu, en gögn sýna að líklega hefur farsími truflað hana við akstur. Nú stendur yfir átak Samgöngustofu og Símans, Höldum fókus, þar sem ökumenn eru hvattir til þess að nota ekki síma.

„Við vorum mjög náin og samhent systkin og gerðum svo til allt saman. Við spiluðum til að mynda bæði körfubolta og vorum alltaf samferða á æfingar,“ segir Þórir. „Þórey var róleg og ljúf stelpa sem vildi allt fyrir alla gera. Missirinn var því ekki bara minn heldur alls samfélagsins á Ísafirði.“

SMS talið trufla aksturinn

Slysið átti sér stað á föstudegi, það hafði snjóað dagana áður og færðin var því erfið. „Það voru aðeins tveir mánuðir í átján ára afmælið og þó svo að það séu komin nokkur ár síðan þetta slys átti sér stað þá er það eins og það hafi gerst í gær. Fyrr um daginn vorum við í skólanum en ég fór til vinnu klukkan tvö þann dag en hún átti að mæta til vinnu klukkan fjögur. Á leið minni heim úr vinnu sá ég langa bílaröð eftir Hnífsdalsveginum. Vinkona Þóreyjar hafði verið að spyrja um hana og presturinn hringdi í mig og var að leita að mömmu. Mig var því farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar ég kom loks á vettvang sá ég bíl foreldra minna á hvolfi og þegar á sjúkrahús var komið var systir mín látin. Gögn sýna fram á að hún hafi fengið smáskilaboð á þeim tíma sem slysið átti sér stað og ég held að það hafi truflað hana við aksturinn. Það þarf svo lítið til.“

Alvarleg slys rakin til símanotkunar

Þórir Guðmundsson
Þórir Guðmundsson mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Þórey Guðmundsdóttir
Þórey Guðmundsdóttir mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert