Fulltrúar frá Félagi geislafræðinga munu funda í klukkan þrjú í dag með stjórnendum Landspítalans vegna beiðni stjórnenda spítalans um að geislafræðingar vinni samkvæmt neyðarlistum sem gilda i verkföllum eftir að uppsagnir þeirra taka gildi næstkomandi fimmtudag.
Að sögn Katrínar Sigurðardóttur, formanns Félags geislafræðinga, eiga geislafræðingar að gefa svar við þessari beiðni á fundinum. Hún bætir við að ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvert svar félagsins verður. „Við náttúrlega stjórnum ekki þessu fólki og ég get séð á viðbrögðum þeirra að það er ekki til í þetta,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.