Færri prófmál en boðað var

mbl.is/Brynjar Gauti

Það seink­ar end­urút­reikn­ingi geng­islána að færri próf­mál hafa farið fyr­ir Hæsta­rétt en boðað var. Þetta seg­ir Ragn­ar H. Hall, hæsta­rétt­ar­lögmaður og lögmaður hjóna í geng­islána­máli gegn Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­an­um.

„Það varð mjög lítið úr flutn­ingi á þeim 22 mál­um sem var búið að hand­velja í sam­vinnu við Umboðsmann skuld­ara. Þar var búið að sigta út hvaða teg­und­ir af ágrein­ingi þyrfti að fá út­kljáðar hjá dóm­stól­um. Þau áform hafa ein­hvern veg­inn orðið að mjög litlu. Eft­ir því sem ég best veit hafa sára­fá af þess­um mál­um verið út­kljáð fyr­ir dóm­stól­um,“ seg­ir Ragn­ar í frétta­skýr­ingu um þessi ágrein­ings­efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Sér­fræðing­ar Lands­bank­ans meta nú hvort end­ur­reikna beri um 30.000 geng­islán ein­stak­linga og lögaðila og sagði Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að ljúka ætti því verki fyr­ir ára­mót.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert