Veðurstofan varar við eldingum á Kili. Nokkrir hafa haft samband við Veðurstofuna og lýst aðstæðum á hálendinu sem mesta eldingaveðri sem þeir hafi upplifað á Íslandi.
Þá hafi gönguhópur verið á ferð um Kerlingafjöll og var loftið orðið svo rafmagnað að hár stóð út í loftið. Til allrar hamingju var með í för maður sem er vanari eldingaveðri en Íslendingar, sem dreif hópinn inn í bíl. Á vef Veðurstofunnar má sjá hvar eldingum hefur lostið niður undanfarna daga.
Almannavarnir hafa gefið út eftirfarandi leiðbeiningar fyrir fólk sem lendir í eldingaveðri:
Forðist vatn, hæðir í landslagi og berangur. Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða. Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að: Krjúpið niður á kné, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt.
Myndband af eldingu á hálendinu