Tveir til þrír dagar eftir

Guðni Páll
Guðni Páll mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Guðni Páll Viktorsson á eftir tveggja til þriggja daga róður til að ljúka ferð sinni hringinn kringum landið á kajak. Í dag liggur leiðin frá Vattarnesi suður með Austfjörðum allt til Djúpavogs en það er um 45 km róður, samkvæmt upplýsingavef um ferðalagið.

Guðni Páll fékk frábærar móttökur á Vattarnesi og keyrður inn á Reyðarfjörð til að afla matfanga fyrir framhaldið. „„Það munar um svona fyrir lúinn sjómann að lokum löngum róðri,““ segir á vef um hringróður Guðna Páls til styrktar Samhjálp.

Veðrið er afar hagstætt á þessum slóðum en Guðni Páll hefur lent í ýmsum hrakningum á ferðalaginu sem hefur tekið mun lengri tíma en til stóð vega slæms veðurs. Ferðalaginu lýkur á Höfn í Hornafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka