Marglyttuger í Reykjavíkurhöfn

Marglytta .
Marglytta . mbl.is/reuters

Gestir og gangandi við Reykjavíkurhöfn hafa margir hverjir orðið varir við óvenjumikið af marglyttum í höfninni. Þrátt fyrir að fólki kunni að þykja þetta óhugnanlegt er ekkert óeðlilegt á seyði.

Ástþór Gíslason, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að þetta sé ekki óeðlileg sjón á þessum árstíma. „Marglyttan er greinilega að fjölga sér þarna í höfninni,“ sagði Ástþór.

„Þetta er náttúrulegt og eðlilegt fyrirbrigði. Marglyttur hafa þannig lífsferil að þær eru ýmist botnlægar eða sviflægar.“ Ástþór segir sviflæga stigið, sem marglyttan sé á núna, sé algengara á haustin eða seint á sumrin. „Þegar það stendur yfir, eins og núna, þá fjölgar þeim gjarnan mjög mikið. Það getur verið staðbundið eins og er greinilega um að ræða þarna,“ sagði Ástþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka