„Það er brýnt að flýta endurútreikningi gengislána. Ég tek undir með umboðsmanni skuldara að afrakstur samráðs fjármálafyrirtækja og prófmála fyrir Hæstarétti hafi valdið vonbrigðum.“
Þetta segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag, en ráðherrar skoða nú aðgerðir til að þrýsta á endurreikning lána.
„Það hefur sýnt sig að fjárhagslegir hvatar hafa virkað mjög vel í fjármálakerfinu. Það er því spurning hvort ekki sé rétt að innleiða hvata vegna gengislána þannig að það verði hagstæðara fyrir fjármálafyrirtæki að ljúka endurútreikningi en að tefja hann.“ segir Eygló í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.