Lögreglan á Selfossi handtók par á fimmtugsaldri eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Buster fann 10. grömm af hvítu efni við leit í strætisvagni í Hveragerði síðdegis í dag. Talið er að um amfetamín sé að ræða.
Parið var flutt á lögreglustöð til frekari leitar og skýrslutöku og var karlmaðurinn kærður fyrir vörslu fíkniefna. Að því loknu var fólkinu sleppt.
Lögreglan á Selfossi bendir á að Buster verði á ferðinni um verslunarmannahelgina ásamst samstarfsfélögum sínum.