Líðan fólksins, sem slasaðist í alvarlegu bílslysi í gær er að sögn læknis á Landspítalanum óbreytt, en fólkið er vakandi og ekki í öndunarvél.
Enn er ekki vitað með vissu hvað olli slysinu, en talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að tveir köstuðust út úr bifreiðinni. Tveir eru látnir. Annar hinna slösuðu er alvarlega slasaður, en fjórir voru í bifreiðinni.