Bátur sökk í Flateyrarhöfn

Togbáturinn Markús ÍS 77 sökk í höfninni á Flateyri á laugardaginn. Báturinn er í eigu Lotnu á Flateyri og er fyrirtækið að gera ráðstafanir til að ná honum.

Báturinn hefur legið bundinn við bryggju á Flateyri undanfarin misseri og hefur ekki verið í notkun. Ekki er vitað hvers vegna sjór komst í bátinn. Engin olía var í olíutönkum hans og varð því engin olíumengun þegar hann sökk. Björgunarsveitarmenn hirtu upp dót sem flaut úr bátnum eftir að hann sökk.

Að sögn hafnarvarðar hafa starfsmenn Lotnu fullvissað hann um að verið sé að gera ráðstafanir til að ná bátnum upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert