Hinsegin fólk í máli og myndum

AFP

Í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík verður opnuð sýningin Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi – Hinsegin fólk í máli og mynd í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin verður opnuð á Torginu fimmtudaginn 8. ágúst kl. 16.

 Á sýningunni tjá þrettán skoðanir sínar og tilfinningar. Þeir eru á ýmsum aldri og koma úr ýmsum áttum og hafa komið við sögu hinsegin fólks á Íslandi með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina. Þetta fólk ber tíðarandanum skýr merki – það fólk sem lagði baráttunni lið þegar hún var hörðust tók einkum til máls á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar, og frá þeim tíma eru flestar  tilvitnanirnar sem lesa má á sýningunni.

Sýningin er unnin í samvinnu Þjóðminjasafns Íslands, Samtakanna´78 og Hinsegin daga í Reykjavík.

Í tengslum við sýninguna stendur þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins fyrir rannsókn í þeim tilgangi að safna upplýsingum um samkynhneigð á Íslandi. Spurningaskrár hafa verið sendar út en eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Þjóðminjasafnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert