Íslendingar í tíu ára fangelsi

Mynd frá dönsku lögreglunni, sem sýnir hvernig amfetamínið var falið …
Mynd frá dönsku lögreglunni, sem sýnir hvernig amfetamínið var falið undir bílsæti.

Heimir Sigurðsson og Sturla Þórhallsson voru í morgun dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir smygl á 33 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur. Verður þeim Heimi og Sturlu einnig vísað úr landi. Mennirnir játuðu báðir aðild sína að málinu fyrir dómi í gær. Þetta kemur fram í frétt Jyllandsposten.

Dómarinn í málinu benti meðal annars á að um mikið af fíkniefnum væri að ræða og smyglið hefði verið vel skipulagt. Hann sagði að játningar mannanna hefðu ekki mikil áhrif á lengd dómsins vegna þess hve seint þær komu fram.

Ellefu eru ákærðir í málinu sem snýst um innflutning á 70 kílóum af amfetamíni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert