Opin samverustund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld vegna flugslyssins á mánudaginn. Kirkjan verður öllum opin. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur umsjón með stundinni og Eyþór Ingi Jónsson flytur tónlist.
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum verða til staðar en Rauði krossinn hefur staðið fyrir áfallahjálp fyrir aðstandendur og sjónarvotta að slysinu.
Samverustundin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir.