ESB skrúfar fyrir IPA-styrkina

Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins á blaðamannafundi …
Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins á blaðamannafundi í Brussel. Skjáskot/EbS Channel

„Við höfum fengið svar frá stækkunardeild Evrópusambandsins um að hún vilji ekki setja af stað IPA-verkefni sem eru tilbúin til undirritunar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um þá ákvörðun ESB að stöðva verkefni sem ætlað er að undirbúa Ísland undir ESB-aðild.

Fram kemur í skýrslu utanríkisráðuneytisins í apríl sl. um stöðu aðildarviðræðna að ESB hafi samþykkt að veita 40 milljónum evra í verkefnin. Ákvörðun ESB hefur ekki áhrif á landsáætlun vegna IPA-styrkja árið 2011, að einu verkefni undanskildu. Hún stöðvar öll verkefni í áætluninni 2012, að einu verkefni frátöldu, og öll verkefni 2013.

Ekki fékkst uppgefið hjá utanríkisráðuneytinu hversu miklir styrkir falla niður. Upphæðin hlypi þó á milljörðum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert