Frumrannsókn á flugslysinu á Hlíðarfjallsvegi á Akureyri er nú hafin að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn slyssins. „Vettvangsrannsókn lauk síðasta föstudag og er nú búið að flytja flakið til okkar. Nú tekur frumrannsókn við og mun hún sennilega taka nokkrar vikur.“
Í frumrannsókn er safnað saman þeim gögnum málsins sem ekki er að finna á vettvangi slyssins. Að frumrannsókn lokinni hefst svo hin eiginlega rannsókn þar sem öll gögn eru metin og komist að niðurstöðu.
Tveir menn létust í flugslysinu og einn slasaðist.