Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju telja mikilvægt að þjóðkirkjan standi við fyrri ályktanir varðandi stöðu samkynhneigðra og ástvini þeirra. Þá álíta þau þátttöku þjóðkirkjunnar í fyrirhugaðri heimsókn prédikarans Franklin Graham ekki skref í þá átt.
Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi sóknarnefndar Laugarneskirkju í gær í kjölfar umræðu um aðkomu þjóðkirkjunnar að viðburðinum Hátíð vonar í september næstkomandi.
Fréttir mbl.is um málið:
Uppselt á Hátíð vonar í Höllinni
Graham sagðist ekki hommafælinn
Hátíð vonar vekur athygli erlendis