Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og neyðarflutningamaður, var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag. Hann lést í flugslysinu á svæði Bílaklúbbs Akureyrar á dögunum. Jarðsungið var frá Akureyrarkirkju en jarðsett að Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit og kistunni ekið þangað í gömlum slökkvibíl. Samstarfsmenn Péturs Róberts í slökkviliðinu og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg stóðu heiðursvörð á Drottningarbrautinni neðan við Samkomuhúsið þegar líkfylgdin ók þar hjá.
Pétur Róbert lést við skyldustörf í flugslysinu hinn 5. ágúst síðastliðinn. Hann <span>var húsasmiður að mennt, hóf störf hjá Slökkviliði Akureyrar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður í apríl 1999 þá 21 árs gamall. Starfaði hann þar óslitið síðan og á þeim tíma gegndi hann meðal annars stöðu varðstjóra auk annarra trúnaðarstarfa.</span>