Léku úraránið í Michelsen

Upptökur á sjónvarpsþættinum Sönn íslensk sakamál fóru fram í úra- og skartgripaversluninni Michelsen í dag. Í þættinum verður fjallað um úraránið sem framið var í versluninni í október 2011 og var það því leikið í versluninni í dag.

Þrír vopnaðir menn ruddust inn í verslunina 17. október 2011 og komust undan með umtalsvert magn af þýfi, svo sem Rolex-, Tudor- og Michelsen-úr að andvirði 50-70 milljóna króna. Fjórir menn komu að ráninu og voru þrír handteknir og dæmdir í fimm til sjö ára fangelsi. Fjórði maðurinn gengur hins vegar enn laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert