Stefna flokkanna alltaf verið skýr

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það aldrei hafa komið til tals hjá ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. 

„Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Við höfum stöðvað aðildarviðræðurnar, þær eru ekki virkar lengur. Nú hefur utanríkisráðherra, að ég held, sett af stað vinnu um gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðnanna og ég á von á því að hún taki nokkrar vikur. Skýrslan verður lögð fyrir þingið til umræðu og síðan gæti ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu verið rædd í eðlilegu framhaldi,“ segir Bjarni. 

Hann telur það ekki svik við þá sjálfstæðismenn sem styðja áframhaldandi viðræður við ESB. Hann segir það skýrt hver stefna flokksins hafi verið fyrir kosningarnar og að hún hafi verið að stöðva aðildarviðræðurnar. „Það er hins vegar mín skoðun, og ég ræddi það fyrir kosningar að það gæti farið vel á því að við efndum einhvern tímann á fyrri hluta kjörtímabils, eða þá að það gæti orðið á seinni hlutanum, til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsmálin,“ sagði Bjarni í kjölfar ríkisstjórnarfundar í dag, en aðildarviðræðurnar voru ekki til umræðu á fundinum. 

Enginn ágreiningur á milli stjórnarflokkanna

<span>Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engan ágreining vera innan stjórnarflokkanna. „Þegar skoðað er hvað stjórnarflokkarnir hafa ályktað þá er þetta alveg augljóst.“</span> <span><br/></span> <span>Aðspurður út í ummæli Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi í gær segist Gunnar engar athugasemdir gera við ummælin. „Ég fer bara eftir því sem stendur í stjórnarsáttmálanum og það er í takti við það sem var ákveðið á landsfundum flokkanna. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki að mínu frumkvæði, en það getur vel verið að aðrir vilji það.“</span>
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka