Vörubíll með krana, sem var á leið suður Reykjanesbrautina, rak kranann í brúargólf Miklubrautar/Vesturlandsvegs og festist undir brúnni síðdegis en tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið.
Kraninn mun vera mikið skemmdur eins og sést á meðfylgjandi myndum og sat hann fastur undir brúargólfinu, en hann virðist hafa rifið með sér hluta vegriðs á Miklubraut/Vesturlandsvegi.
Að sögn sjónarvottar gengur umferð um Sæbraut og Reykjanesbraut nú mjög hægt, en aðeins ein akrein er opin vegna óhappsins og álagstími að hefjast.