Bandaríkjamenn haldi sig fjarri

Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík.
Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hvetur bandaríska ríkisborgara til að halda sig fjarri sendiráðinu í dag vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðningsmanna Bradleys Mannings, sem dæmdur var í 35 ára fangelsi í gær fyrir að leka að hafa lekið leyniskjölum Bandaríkjastjórnar til Wikileaks.

Þetta kemur fram í viðvörun sem hefur verið sett á vef sendiráðsins, sem er staðsett að Laufásvegi 21 í Reykjavík.

Þar eru bandarískir ríkisborgarar til að halda sig fjarri og gæta fyllstu varúðar séu þeir í námunda við mótmælin. Þeir eru ennfremur hvattir til að fylgjast grannt með íslenskum fjölmiðlum.

Sendiráðið segir að friðsöm mótmæli geti breyst í átök og ofbeldi geti verið beitt.

„Þið ættuð að halda ykkur frá svæðum þar sem mótmælt er, og gæta varúðar í námunda við fjölmennar samkomur, mótmæli eða fjöldagöngur,“ segir á vef sendiráðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert