Einungis 63% geta lesið sér til gagns

Um 67% stúlkna sem tóku þátt í skimuninni geta lesið …
Um 67% stúlkna sem tóku þátt í skimuninni geta lesið sér til gagns en 59% drengja. Munurinn á milli kynja eykst frá árinu 2012. mbl.is/Eggert Jóhannesson

35 grunn­skól­ar í Reykja­vík tóku þátt í reglu­bund­inni lesskimun skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar síðastliðið vor. Meg­inniðurstaða henn­ar er sú að 63% nem­enda í 2. bekk geta lesið sér til gagns, og er það 6 pró­sentu­stig­um lægra en árið 2012 þegar sam­bæri­leg könn­un var gerð og það lægsta síðan árið 2005.

Meðalár­ang­ur í lesskimun­inni er svör­un við 32,4 atriðum af 46 mögu­leg­um eða 70%, sem er tveim­ur pró­sentu­stig­um lægri en ár­inu á und­an og sá lægsti síðan 2006.

Ein­ung­is 59% drengja get­ur lesið sér til gagns

Nem­enda­hóp­ur­inn sem ekki nær 65% ár­angri í lestri er 37% af nem­enda­hópn­um sem tók þátt í skimunni. Um 67% stúlkna sem tóku þátt í skimun­inni geta lesið sér til gagns en 59% drengja. Mun­ur­inn á milli kynja eykst frá ár­inu 2012.

Viðhorf nem­enda til lest­urs voru einnig könnuð með tíu spurn­ing­um. Hún leiddi í ljós að nem­end­um finnst ánægju­leg­ast að byrja á nýrri bók, láta lesa fyr­ir sig og lesa teikni­mynda­sög­ur. Minnsta ánægju hafa nem­end­ur af því að lesa upp­hátt í skól­an­um, lesa dag­blöð og að geta ekki lokið við að lesa bók. Stúlk­ur hafa mark­tækt já­kvæðara viðhorf til lest­urs en dreng­ir líkt og fyrri kann­an­ir hafa leitt í ljós.

Skóla- og frí­stundaráð lýsti á fundi sín­um í gær yfir áhyggj­um af niður­stöðum lesskimun­ar­inn­ar. Í bók­un ráðsins seg­ir:  

„Mik­il­vægt er að fagskrif­stofa sviðsins skoði vel með skól­un­um hvaða or­sak­ir gætu legið hér að baki og hvað er til úr­bóta. Ný­samþykkt læsis­stefna fyr­ir leik­skóla­stigið er mik­il­vægt verk­færi til að auka sam­fellu á milli skóla­stig­anna og örva alla þætti læsis­færni barna frá unga aldri og hún verður góður stuðning­ur við leik­skóla og grunn­skóla á næstu miss­er­um. Þátt­ur for­eldra er stór þegar kem­ur að læsi barna og mik­il­vægt að skól­arn­ir kynni bæði niður­stöðurn­ar fyr­ir for­eldr­um sem og haldi áfram á þeirri góðu braut að hvetja for­eldra til að setja lest­ur bóka í önd­vegi heima fyr­ir. 

Skóla- og frí­stundaráð samþykkti jafn­framt að vorið 2014 verði all­ir leik­skól­ar og grunn­skól­ar bún­ir að kynna sér læsis­stefnu leik­skóla og lestr­ar­stefnu grunn­skóla og móta sam­starfs­áætl­un þar sem áhersla er lögð á sam­fellu í námi barna varðandi mál og læsi frá upp­hafi leik­skóla­göngu og fram á ung­linga­stig,“ seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Sjá niður­stöður lesskimun­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka