Fullur vilji til lausnar málsins er ljós

Niðurskurður hjá lögreglunniá Selfossi blasir við, en nú á að …
Niðurskurður hjá lögreglunniá Selfossi blasir við, en nú á að leita annarra leiða til að halda uppi þjónustu. mbl.is/SBS

„Þeir fundir sem við höfum átt hafa verið gagnlegir og ljóst er að af beggja hálfu er fullur vilji til þess að vinna að lausnum sem tryggja öryggi. Framundan er sameiginleg vinna við að greina stöðu embættisins og hvaða leiðir eru færar til að leysa vandann. Við stefnum að því að ljúka þeirri vinnu í þessari viku.“

Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í Morgunblaðinu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fór um byggðir á Suðurlandi í sl. viku. Fundaði hún þar með ýmsum sem sinna málum sem undir ráðuneyti hennar heyra. Meðal annars hafði hún viðkomu hjá lögreglunni á Selfossi.

„Fækkun lögreglumanna er ekki sú leið sem viljum að farin verði. Lögreglan hefur þurft að skera niður og vandamál safnast upp, t.d. á Selfossi. Það tekur tíma að greiða úr flækjum og við í ráðuneytinu vinnum að því,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert