Grunur um kynferðisbrot á Stuðlum

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Barnaverndaryfirvöld og kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka nú kæru vegna kynferðisbrots á Stuðlum um síðustu helgi, þar sem tveir ungir piltar eru sagðir hafa brotið á þeim þriðja. Fréttastofa Rúv greindi frá þessu í kvöld.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, staðfestir þetta við mbl.is og segir að frumrannsókn málsins standi yfir, m.a. með skýrslutökum, og málið verði síðan rannsakað áfram í samvinnu við Barnaverndarstofu.

Stuðlar eru meðferðarstöð ríkisins fyrir börn á aldrinum 13-18 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert