Hvorki kústaskápur né myrkrakompa í leikskólanum 101

Leikskólinn 101.
Leikskólinn 101. mbl.is/Rósa Braga

Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi leikskólans 101, segir margar sögur vera á kreiki varðandi leikskólann í kjölfar þess að honum var lokað í síðustu viku.

„Það er margt svo ljótt sem er verið að bæta við þetta leiðinlega mál og ég skil ekki tilganginn. Það er ekki til kústaskápur í leikskólanum og það eru ekki til myrkrakompur,“ segir Hulda í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint harðræði starfsmanna leikskólans í kjölfar þess að tveir sumarstarfsmenn settu sig í samband við Barnavernd Reykjavíkur í síðustu viku. Hulda ákvað að loka leikskólanum til að gefa rannsóknaraðilum vinnufrið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert