Auglýsir eftir smölum

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps óskar eftir því að  allir þeir sem geti aðstoðað við smalanir miðvikudag og fimmtudag gefi sig fram við sveitarstjóra Húnavatnshrepps. Hún hvetur jafnframt bændur til að smala heimalönd sín sem kostur er.

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í morgun. Sveitarstjórnin lýsir yfir þungum áhyggjum vegna slæmrar veðurspár sem liggur fyrir á föstudag og laugardag. Af þeim sökum fer sveitarstjórn þess á leit við stjórnir fjallskiladeilda Grímstungu- og Haukagilsheiða, Auðkúluheiðar og Bólstaðarhlíðarhrepps að þær láti smala þau svæði sem hægt er og að svæðum verði forgangsraðað með tilliti til áhættu ef ekki er hægt að smala öll svæði fyrir föstudag.

Einnig beinir sveitarstjórn því til bænda í Húnavatnshreppi, þar sem vænta má þess að búfénað geti fennt að smala heimalönd sín sem kostur er til að takmarka það tjón sem orðið getur ef veðurspár ganga eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka