Fyrstu réttirnar fyrir norðan í dag

Réttað er í Skagafirði nú síðdegis.
Réttað er í Skagafirði nú síðdegis. mbl.is/RAX

Réttað verður í Staðarrétt í Skagafirði í kvöld. Bændur í Staðar- og Seyluhreppum í Skagafirði héldu í göngur snemma í morgun og verður réttað strax í ljósi óveðursins sem spáð hefur verið.

Á húnvetnsku fréttasíðunni Feyki er haft eftir Bjarna Bragasyni sauðfjárbónda á Halldórsstöðum að ágætlega hafi gengið að manna göngur, þrátt fyrir lítinn fyrirvara.

Sjálfur lagði Bjarni upp með hesta á kerru um sjöleytið í morgun og lá leiðin á Vatnsskarð og Bólstaðarhlíð. „Svo smölum við hérna til baka og nýtum bílana og tæknina eins og hægt er,“ sagði hann í samtali við Feyki um leið og lagt var í hann.

Veður var nokkuð hagstætt í dag og má ætla að smalamennskan hafi gengið þokkalega. Fram kemur á Feyki að allar hendur séu vel þegnar til aðstoðar við réttarstörfin í kvöld.

Uppfært kl. 17:15: Í upphafi var stefnt að því að réttað yrði kl. 16 en það hefur tafist. Nú mun stefnt að því að réttir hefjist kl. 18, samkvæmt heimildum mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert