Í kapphlaupi við illviðrið

Vegna illviðrisspár hafa bændur nú farið á afrétti og smalað …
Vegna illviðrisspár hafa bændur nú farið á afrétti og smalað fyrr en vant er.

„Þetta gengur ágætlega. Við erum komnir langleiðina og eigum rúman klukkutíma eftir á áfangastað í Þorgeirsfjörð,“ sagði Heimir Ásgeirsson, gangnaforingi í Grýtubakkahreppi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Illviðri er spáð um allt norðanvert landið á föstudag og laugardag og því hafa bændur farið á afrétti og smalað fyrr en vant er. Smalað er allt frá Húnaþingi vestra og austur í Öxarfjörð. Blíðviðri var þó í Grýtubakkahreppi í gær þegar lagt var af stað úr Höfðahverfi og sem leið lá í Fjörður. Síðan átti að leggja aftur í hann í nótt.

„Við smölum í tvo langa daga, alla jafna erum við lengur. Yfirleitt tekur þetta stóra svæði þrjá daga í smölun í venjulegum göngum,“ útskýrir Heimir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert