Fjármál ungbarnaleikskólans 101 eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Fram kemur, að ábendingar hafi borist frá foreldrum barna á leikskólanum um að þau hafi, í einhverjum tilfellum, greitt leikskólagjöldinn inn á einkareikninga eiganda leikskólans og eiginmanns hennar.
Þá segir, að foreldrarnir hafi látið skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vita sem nú hafi sent málið til skattrannsóknarstjóra.
Leikskólanum hefur verið lokað á meðan meint harðræði starfsmann gegn börnum er til rannsóknar hjá lögreglu.