Leikskólinn opnaði ekki í morgun

Leikskólinn 101 er enn lokaður.
Leikskólinn 101 er enn lokaður. mbl.is/Rósa Braga

101 Leikskóli var ekki opnaður í morgun eins og forsvarsmenn skólans höfðu áformað. Staðan hjá skólanum er því óbreytt, en honum var lokað í síðustu viku eftir að upp komu ásakanir um harðræði gagnvart börnum sem voru í skólanum.

Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður Huldu Lindu Stefánsdóttur, eiganda og leikskólastjóra Leikskólans 101, lýsti því yfir á fundi með foreldrum á mánudaginn að hún hefði óskað eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um það að opna leikskólann að nýju nk. fimmtudag. Hulda sagði í morgun að ekkert hefði hins vegar orðið að því að skólinn opnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert