Spáð mestri úrkomu á NV-landi

Veðurstofan reiknar með að úrkoma í óveðrinu sem er á leið til landsins verði mest í Húnavatnssýslum, Skagafirði og á Tröllaskaga fyrripart dags á laugardag.

Veðurstofan spáir vaxandi norðvestan- og vestanátt á morgun, 15-23 m/s seinnipartinn NV-til og talsverð eða jafnvel mikil rigning, en snjókoma ofan 200-300 metra hæðar yfir sjó. 13-20 SV-til og rigning, en slydda til fjalla.

Á laugardag: er spáð norðvestan og vestan 15-23 m/s og talsverð eða mikil rigning N-til á landinu og slydda í innsveitum, en snjókoma ofan 200-300 metra hæðar yfir sjó. Mest úrkoma verður í Húnavatnssýslum, Skagafirði og á Tröllaskaga fyrripartinn. Úrkomulítið verður S-lands. Dregur mjög úr vindi og úrkomu um kvöldið og nóttina, fyrst vestast á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka