Sumrungur fannst í göngunum

Sigurður Páll Tryggvason bóndi á Þverá í Reykhverfi þegar hann …
Sigurður Páll Tryggvason bóndi á Þverá í Reykhverfi þegar hann kom til Skógaréttar, en hann var í göngum á Reykjaheiði í gær. mbl.is/Atli Vigfússon

Sigurður Páll Tryggvason, bóndi á Þverá í Reykjahverfi, bar sumrung á baki sér til Skógaréttar í gærkvöldi, en hann var í göngum á Reykjaheiði.

Sumrungur er lamb sem fæðist um sumartímann og fer lambið því ómerkt til réttar.

Sumrungurinn fannst í göngunum, en hann hefur að öllum líkindum fæðst í byrjun ágúst. Hann gat ekki fylgt safninu svo að Sigurður Páll brá á það ráð að bera hann til réttar dágóðan spöl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert