Búast má við mjög snörpum vindhviðum (35 til 40 m/s) sunnan- og vestanlands í kvöld, en á austanverðu landinu á morgun, samkvæmt viðvörun sem Veðurstofan hefur gefið út.
Búist er við hvassviðri eða stormi (15-23 m/s) vestan til seinnipartinn, en um mest allt land í kvöld og nótt. Horfur eru á roki (23-28 m/s) um tíma allra nyrst í nótt. Gert má ráð fyrir mikilli úrkomu á NV-landi og Tröllaskaga í kvöld og nótt, rigningu á láglendi, en snjókomu ofan 150-250 metra yfir sjó.