Rannsóknarsetur Evrópumála við Háskólann í Tartu, Eistlandi, hefur boðið Jóni Baldvini Hannibalssyni stöðu gestaprófessors við stofnunina á vormisseri 2014. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Jafnframt hefur Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála við sama háskóla farið þess á leit við Jón Baldvin og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, að samstarfsverkefni þeirra - sem kennt var við Háskólann í Vilnius á s.l. vori, og til stóð að kenna við HÍ, en hefur nú verið afturkallað - verði kennt meistaraprófsnemum í alþjóðasamskiptum og Evrópufræðum við Háskólann í Tartu á vormisseri 2014.
Pistill á vefnum knuz.is sem var ritaður í tilefni af því að Jón Baldvin hefði verið fenginn til að kenna námskeið við Háskóla Íslands.