Réttað í grenjandi rigningu

Frá Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit í morgun
Frá Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit í morgun Vikudagur/Karl Eskill

Réttað var í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit í úrhellisrigningu í morgun, en komið var með féð að réttinni skömmu fyrir myrkur í gærkvöld.  Ríflega 1.800 vetrarfóðraðar kindur eru í þeim hluta sveitarinnar, gamla Öngulsstaðahreppnum sem Þverárrétt tilheyrir en Orri Óttarsson fjallskilastjóri segir að hluti þeirra komin niður í aðrar réttir og eins sé algengt að fé fari yfir í Fnjóskadal. Þetta kemur fram í frétt á vef Vikudags.

„Það gekk allt saman vel, við vorum mun fyrr á ferðinni en áætlað var, einum 9 dögum, en fyrstu göngur áttu að vera um aðra helgi. Við líkt og aðrir Norðlendingar fórum fyrr af stað vegna slæmrar veðurspár og eiginlega þykir mér kraftaverki líkast að tekist hafi að manna göngur á virkum degi með tveggja daga fyrirvara,“ segir Orri, en samkvæmt upplýsingum frá Vikudegi var grenjandi rigning í réttunum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka