Smöluðu á milli 4.000 og 5.000 fjár af fjalli

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við vorum búin að koma fénu niður af fjalli um sexleytið. Þetta gekk ágætlega. Kindurnar voru ekkert sérstaklega heimfúsar, þær fóru mjög hátt í fjöllin. Menn voru að fara upp í 1.000 metra hæð eftir þeim.“

Þetta segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Grýtubakka I, í Morgunblaðinu í dag um smölun í Grýtubakkahreppi í gær.

Spurður hvort veðrið hafi þróast á þann veg sem spáð var sagði Þórarinn Ingi að enn ætti eftir að koma í ljós hvort veður yrði jafn slæmt um helgina og spáð var.

„Það kom aldrei neitt annað til greina hjá okkur en að ná niður fénu. Mér heyrist að það hafi verið gert ansi víða,“ segir Þórarinn Ingi ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert