Ráðuneytið gagnrýnir sýslumannsembættin

Börnin voru flutt til Danmörku með aðstoð lögreglu.
Börnin voru flutt til Danmörku með aðstoð lögreglu. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Innanríkisráðuneytið gerir athugasemdir við hvernig sýslumannsembættin í Kópavogi og Höfn í Hornafirði héldu á máli íslenskrar konu sem átt hefur í forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn.

Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur telur að börnin hafi verið tekin af Hjördísi með ólögmætum hætti. Alvarlegustu brot þeirra hafi verið að gæta ekki að því að tryggja hagsmuni barnanna með tryggilegum hætti.

Hjördís fór með dætur sínar þrjár til Íslands þó að undirréttur í Danmörku hafi komist að þeirri niðurstöðu að þær ættu að vera í Danmörku. Kafðist faðirinn þess af sýslumanni að þær yrðu teknar úr umsjá móðurinnar. Það var gert á síðasta ári með aðstoð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Hjördís fór fram á að þessi aðfarargerð yrði ógilt, en Hæstiréttur vísaði málinu frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert