Verður að eyða óvissunni um LÍN

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði eftir fund háskólaráðs í dag, að ráðið styðji almennt aðgerðir sem hvetja nemendur til að ljúka námi á tilsettum tíma.  Hins vegar teldi ráðið  nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem ríkir í kringum útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námnanna (LÍN). Hún sé erfið fyrir nemendur og geri starf og áætlanir Háskólans flóknara.

„Það er bagalegt að það sé óvissa um viðmið námslánanna, hvort tveggja fyrir nemendur og skólann vegna þess að þetta getur ýtt undir ómarkvissar skráningar í námskeið og raskað þar með skipulagi skólastarfsins og valdið auknum kostnaði. Það er því mikilvægt að henni verði eytt sem allra fyrst,“ segir Kristín.

Óvissa gerir skipulagningu erfiða

Hún segir að verið sé að skipa 14 þúsund stúdentum í stofur, sali, dæmatíma og verklegar æfingar.  Öll óvissa um stærð hópa sé mjög óheppileg. „En vissulega er þetta verst fyrir nemendurna sem þurfa að skipuleggja sitt líf og fjárhag.“

Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, sagði við mbl.is í gær að breytingar á útlánareglum LÍN hefðu sýnilega ekki haft áhrif á skráningar í háskóla. Skráningarfrestur Háskóla Íslands rann úr 5. júní, en breyttar útlánareglur voru boðaðar af stjórn sjóðsins 25. júní, 20 dögum eftir að skráningafrestur rann út.

Eins og staðan er í dag miðað við sama tíma í fyrra hefur orðið 4% fjölgun nemenda. Út af þessari óvissu sem skapast vegna deilna um úthlutunarreglur LÍN getum við ekki verið viss um þann fjölda fyrr en að óvissunni er eytt,“ segir Kristín.

HÍ þolir ekki meiri niðurskurð

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert