Yfirmaður hjá Blackstone leggur til fé

Orri Vigfússon og félagar hófu í fyrravetur að bjóða upp …
Orri Vigfússon og félagar hófu í fyrravetur að bjóða upp á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Það þykir einstakt að geta skíðað frá fjallstoppum og niður að sjávarmáli. Ljósmynd/Eleven Experience

Sú uppbygging sem Orri Vigfússon stendur fyrir í Fljótum er í samvinnu við Chad R. Pike, aðalframkvæmdastjóra og varaformann fjárfestingarsjóðsins Blackstone í Evrópu, en Blackstone er einn stærsti fjárfestingarsjóður í heimi.

Á bænum Deplum, sem Orri og félag Pikes keyptu fyrir nokkrum árum, stendur til að reisa lúxusgistihús fyrir nokkur hundruð milljónir króna í vetur. Gistihúsið verður rekið undir merkjum Eleven Experience, sem er í eigu Pikes, en fyrirtækið býður upp á lúxusgistingu í hæsta gæðaflokki víða um heim.

Orri segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að eftir eigi að ákveða endanlega hvernig aðkomu Pikes verði háttað og hversu mikla fjármuni hann leggi til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert