Leita að húsnæði fyrir Barnahús

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Ríkiskaup, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins óska eftir að kaupa eða taka á leigu rúmlega 400 m² sérbýlishús (einbýlis-, par- eða raðhús), eða sambærilegt húsnæði undir starfsemi Barnahúss. Þetta kemur fram á vef Ríkiskaupa.

Leitað er að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í rólegu og hlýlegu umhverfi. Möguleiki þarf að vera á 10 - 15 bílastæðum (þar af 1 stæði fyrir fatlaða), ýmist á lóð hússins, og/eða á almennum bílastæðum í næsta nágrenni. Nauðsynlegt er að almenningssamgöngur séu góðar í grennd við húsnæðið. Æskilegur afhendingartími frá undirritun samninga er um 2 mánuðir.

Núverandi starfsemi Barnahúss er í um 254 m² einbýlishúsi (þar af 40 m² geymslukjallari) að Sólheimum 17 í Reykjavík. Heimilt er tilboðsgjöfum að miða tilboð við að það húsnæði verði tekið upp í hluta af greiðslu kaupverðs/leiguverðs. Þetta er þó ekki skilyrði af hálfu ríkisins.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka