Það er blóðbað í fjörunni við Fróðárrif við Ólafsvík þar sem verið er að skera hval sem drapst í fjörunni þar í gærkvöldi. Mikill fjöldi ferðamanna fylgist með atganginum en nýta á allt kjöt og spik af skepnunum.
Talið er að um tuttugu grindhvalir hafi synt þar upp á land gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hversu margir hvalir komu að landi á norðanverðu Snæfellsnesi í gær en ljóst að þeir voru hundrað hið minnsta ef allt er talið saman.