Samkeppniseftirlitinu hefur hafið húsleit á starfstöðvum Eimskipafélags Íslands hf. og hjá dótturfélögunum Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen ehf. Húsleitin er gerð vegna rannsóknar á ætluðum brotum á 10. og 11. gr. samkeppnislaga.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Hvorki hefur náðst í stjórnendur félagsins né forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins.
Einnig var framkvæmd húsleit í höfuðstöðvum Samskipa samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Von er á fréttatilkynningu frá Samskip vegna málsins.
Samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga eru allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar. Bann þetta tekur m.a. til samninga, samþykkta og samstilltra aðgerða sem:
Samkvæmt 11. gr laganna er.misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. Misnotkun skv. 1. mgr. getur m.a. falist í því að: