Fjórir fengu að gista

Borgarverðir koma útigangsmanni til aðstoðar í miðborginni.
Borgarverðir koma útigangsmanni til aðstoðar í miðborginni. mbl.is/Sigurður Bogi

Nóttin var róleg að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls gistu sjö fangageymslur en þar af fengu fjórir þeirra gistingu í fangaklefa þar sem þeir áttu ekki í annað hús að venda. Undanfarnar nætur hefur yfirleitt um helmingur þeirra sem gistir fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins verið fólk sem hefur óskað sjálft eftir gistingu.

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitt hefur heimilislausum aðstoð, með úrræðum líkt og Gistiskýlinu og Konukoti. Eins og mbl.is greindi frá nýverið sækja fleiri utangarðsmenn sækja nú í Gistiskýlið í Reykjavík en nokkru sinni fyrr og er nýtingin um 97% að meðaltali. Mikil fjölgun hefur verið á stuttum tíma, að því er fram kemur í umfjöllun mbl.is um þessi mál að undanförnu.

Heimilislausir aldrei fleiri

Borgin gerir eins mikið og hægt er

Einn ökumaður tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert