Nýr Háspennusalur við Lækjartorg

Spilasalurinn verður í svarta húsinu við Lækjartorg.
Spilasalurinn verður í svarta húsinu við Lækjartorg.

Nýr spilasalur Háspennu er staðsettur við Lækjartorg. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi í Umhverfis- og skipulagsráði, sagði opnunina hafa verið í fullu samráði við Reykjavíkurborg. „Það verður tveimur Háspennusölum lokað og einn opnaður. Þeir sem loka eru við Fógetagarðinn og Skólavörðustíg,“ segir Gísli Marteinn.

Hann segir borgina ekki hafa séð tilefni til að banna þessa starfsemi, en henni sé frjálst að setja ákveðnar reglur um hana. „Þannig getum við til dæmist krafist þess að gluggarnir verði ekki þannig úr garði gerðir að ekki verði hægt að horfa inn um þá og svo framvegis.“

Hann segir borgina alltaf hafa átt gott samstarf við rekstraraðila spilasalanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert