Nánast öll verk Hallgríms seld

Eftir mögur ár í sölu listaverka virðist svo vera sem líf sé að færast í markaðinn en einungis þrjú verk á sýningu Hallgríms Helgasonar sem opnuð var fyrir helgi eru óseld. Verkin sem kosta á bilinu 400-1600 þús. krónur eru myndir af mörgum af helstu rithöfundum þjóðarinnar þar sem Halldór Laxness er í veigamiklu hlutverki.

Ágúst Skúlason, annar eigenda Listhússins Tveir Hrafnar þar sem sýningin sem nefnist Íslensk Bókmenntasaga IV. bindi er sýnd, segir ekki vera algengt að verk seljist svo hratt en það hafi þó verið algengara á árunum fyrir hrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka