Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf. Buy.is og aðrar netverslanir sem sami maður rekur eru í samkeppni við verslunina iStore. Neytendastofa taldi mikla hættu á ruglingi milli fyrirtækja þegar notast væri við sama heitið og þar sem eigandi verslunarinnar iStore ætti betri rétt til heitisins var hinum bönnuð notkun þess.
Bannið tekur gildi einni viku frá birtingu ákvörðunarinnar og skal firmaheitinu breytt innan þess tíma. Verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir.
Frétt mbl.is: Nafnabreyting til að villa um