Birna Ketilsdóttir Schram, formaður Skólafélags MR og fulltrúi skólans í stýrihóp Gettu betur, er ánægð með kynjakvótann í spurningakeppninni Gettu betur og bendir á að einungis ein stúlka hafi keppt fyrir hönd skólans í gegnum tíðina.
Verslunarskólanemar eru þó ekki sannfærðir um gagnsemina en Úlfur Þór Andrason, formaður Málfundafélags skólans, segir að þeir sem keppi fyrir hönd skólanna á þessum forsendum fái mögulega á sig stimpil sem „kvótamanneskjur“ og það verði engum til góðs. Skemmtilegast sé þegar fólk komist í liðin á eigin verðleikum.