Á milli 15 og 20 félagar í samtökunum Hraunavinir eru saman komnir í Gálgahrauni þar sem framkvæmdir eru að hefjast en starfsmenn verktakans ÍAV eru komnir á staðinn og er verið að setja upp keilur í til þess að afmarka vinnusvæðið.
Á föstudaginn ákvað Héraðsdómur Reykjavíkur að fram skyldi fara málflutningur um kröfu ferna umhverfisverndarsamtaka, um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.