Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og Þorskafjarðarheiði og einnig í Öxarfirði.
Vegagerðin vekur athygli á að engin þjónusta er á hálendisvegum þegar komið er fram á þennan tíma og ekki er fylgst með færð.
Vegirnir eru nú skráðir ófærir enda er líklegt að færð hafi víða spillst. Ekki er um að ræða akstursbann en brýnt er fyrir þeim sem aka inn á vegi utan þjónustutíma að taka enga áhættu enda eru þeir alfarið á eigin ábyrgð.